Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekinn á 132 km hraða
Föstudagur 28. apríl 2006 kl. 09:22

Tekinn á 132 km hraða

Fjórir ökumenn voru í gær kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar í Keflavík. Sá sem hraðast ók var mældur á 132 km hraða þar sem leyfður hraði er 90 km.

Ökumaður sem lögreglan stöðvaði á Grindavíkurvegi reyndist ekki með ökuréttindi þar sem hann hafði verið sviptur þeim. Þá voru þrír ökumenn kærðir fyrir að nota ekki bílbelti og einn fyrir að tala í farsíma á ferð án þess að nota handfrjálsan búnað.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024