Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Tekinn á 131 km/h á Reykjanesbraut
Sunnudagur 20. febrúar 2005 kl. 10:22

Tekinn á 131 km/h á Reykjanesbraut

Á dagvaktinni í gær voru þrír ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut og annar til á næturvaktinni. Sá sem hraðast fór var mældur á 131 km þar sem hámarkshraði er 90 km. Einn af þeim sem var tekinn fyrir hraðakstur var með útrunnið ökuskírteini.

Einn ökumaður var kærður fyrir að vera ekki með öryggisbeltið spennt við aksturinn. Einn farþegi var kærður fyrir að vera ekki með öryggisbeltið spennt. 

Þá var einn ökumaður stöðvaður í Reykjanesbæ, grunaður um ölvun við akstur og einn ökumaður í Grindavík var kærður fyrir að aka sviptur ökuleyfi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024