Tekinn á 130 á Brautinni
Í gærkvöldi var ökumaður á Reykjanesbraut tekinn fyrir of hraðan akstur. Reyndist hann á 130 km hraða en eins og flestum er kunnugt er leyfilegur hámarkshraði 90 km. Í nótt var annar ökumaður tekinn fyrir hraðakstur á Grindavíkurvegi og sá þriðji fyrir að aka réttindalaus.






