Laugardagur 29. apríl 2006 kl. 11:29
Tekinn á 129
Lögreglan í Keflavík kærði þrjá ökumenn fyrir hraðakstur í gærkvöldi, tveir á Reykjanesbraut og einn á Sandgerðisvegi. Sá sem hraðast ók var mældur á 129 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.
Þá voru tveir ökumenn kærðir fyrir að tala í farsíma við akstur án þess að notast við handfrjálsan búnað.