Þriðjudagur 22. ágúst 2006 kl. 11:30
Tekinn á 128 km hraða
Bensínfótur þriggja ökumanna var of þungur í gærkvöldi og þurfti lögreglan í Keflavík að hafa afskipti af þeim. Sá er hraðast ók var mældur á 128 km hraða og má eiga von á hárri sekt fyrir lögbrotið.