Tekinn á 124 km hraða
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í vikunni mann vegna gruns um fíkniefnaakstur, hann reyndist einnig sviptur ökuréttindum. Var þetta í fimmta sinn sem lögreglan stöðvaði hann eftir að hann hafði verið sviptur.
Einnig var annar ökumaður tekinn vegna gruns um fíkniefnaakstur.
Fáeinir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og sá sem ók hraðast mældist á 124 km hraða á Garðsvegi en þar er hámarkshraði 90 km á klukkustund.
Það urðu einnig nokkur umferðaróhöpp í umdæminu í vikunni en engin alvarleg slys á fólki.