Tekin ölvaður og án ökuréttinda
Lögreglan hafði afskipti af ökumanni bifreiðar sem var grunaður um ölvun við akstur í nótt. Þegar lögregla hugðist athuga með ökumann kom í ljós að bæði farþegi og ökumaður voru sýnilega ölvaðir og voru þau flutt á lögreglustöð eftir handtöku. Ökumaðurinn hafði verið sviptur ökuréttindum og var því réttindalaus og ölvaður.Þá hafði þremur vörubíladekkjum verið stolið í nótt samkvæmt dagbók lögreglunar í Keflavík.