Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekin með stolið vegabréf
Föstudagur 31. maí 2013 kl. 10:24

Tekin með stolið vegabréf

Erlend kona á fertugsaldri var handtekin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni, þegar í ljós kom að hún ferðaðist á stolnu vegabréfi, sem hafði verið breytifalsað. Hún kom til landsins frá Stokkhólmi og kvaðst vera á leið til Toronto í Kanada.  Konan viðurkenndi strax við yfirheyrslur hjá lögreglunni á Suðurnesjum að ekki væri um að ræða sitt raunverulega vegabréf, enda  var það stílað á nafn annarrar konu.

Sú með stolna og falsaða vegabréfið var færð á lögreglustöðina í Keflavík og lagði lögreglustjórinn á Suðurnesjum fram kröfu um gæsluvarðhald. Héraðsdómur Reykjaness féllst á þá kröfu og var konan úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 4. júni. Mál hennar er komið í hefðbundið ferli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024