Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 21. maí 2004 kl. 11:33

Tekin með kannabis á rúntinum

Lítilræði af kannabisefnum fannst í bifreið í Reykjanesbæ á þriðjudagskvöldið.

Lögreglumenn á eftirliti stöðvuðu bílinn eftir að grunur um fíkniefnamisferli vaknaði og voru tveir piltar og ein stúlka handtekin og færð á lögreglustöð. Ekkert fannst á ungmennunum við líkamsleit en fíkniefnin fundust við leit í bílnum. Fólkinu var sleppt að lokinni skýrslutöku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024