Tekin með hálft kíló af kókaíni
Tæplega þrítug kona var tekin með um 500 grömm af kókaíni innan klæða og innvortis á Keflavíkurflugvelli aðfaranótt fimmtudags. Söluverðmætið er um 20 miljónir króna og málið tengist alþjóðlegri glæpastarfsemi. Konan er frá Nígeríu en búsett á Spáni.
Að sögn sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli er þetta langmesta magn kókaíns sem farþegi hefur borið innvortis og tollgæslan á Keflavíkurflugvelli fundið.
Ríkisútvarpið sagði frá