Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Tekin með fíkniefni á Rúntinum
Fimmtudagur 7. október 2004 kl. 11:32

Tekin með fíkniefni á Rúntinum

Smáræði af fíkniefnum fannst á átján ára stúlku sem var handtekin á Hafnargötu í nótt. Hún var í framhaldinu kærð fyrir vörslu fíkniefna og var sleppt að lokinni skýrslutöku.

Þá slapp ökumaður án teljandi meiðsla þegar hann missti stjórn á fólksbifreið sinni á Heiðarenda í Reykjanesbæ.  Bifreið hans fór yfir vegrið þar sem vegurinn liggur yfir reiðgöng og staðnæmdist að lokum á reiðveginum nokkuð skemmd. Ökumaðurinn var einn í bílnum. 

Auk þess var réttindalaus maður staðinn að akstri, en hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024