Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekin með fíkniefni
Laugardagur 12. nóvember 2005 kl. 15:06

Tekin með fíkniefni

Nokkrir aðilar, á aldrinum 15 til 24 ára voru handteknir í Reykjanesbæ í gærkvöldi, vegna gruns um sölu, neyslu og vörslu fíkniefna. 

Farið var í húsleitir í tveimur íbúðarhúsnæðum og leitað var í þremur bifreiðum.  Samtals var lagt hald á rúmlega 50 gr. af hassi.  Við þetta verkefni nutu lögreglumenn í Keflavík aðstoðar tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli sem lagði til fíkniefnaleitarhunda frá tollgæslunni. 


Fólkinu var sleppt að lokinni skýrslutöku. 


 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024