Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekin með eiturlyf í bíl
Fimmtudagur 17. nóvember 2005 kl. 09:59

Tekin með eiturlyf í bíl

Laust fyrir miðnætti í gær stöðvaði lögreglan í Keflavík bifreið sem í voru fjórir aðilar. Grunur vaknaði um fíkniefnamisferli aðilanna í bílnum og voru þeir handteknir og færðir á lögreglustöð ásamt bifreið þeirra.

Fíkniefni og tól til fíkniefnaneyslu fundust í bílnum og á einum aðilanum sem í honum var. Fjórmenningunum var sleppt að lokinni yfirheyrslu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024