Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekin með 50 grömm af kannabis í FLE
Mynd úr safni VF.
Föstudagur 22. nóvember 2013 kl. 11:30

Tekin með 50 grömm af kannabis í FLE

Kona um fimmtugt var stöðvuð af tollvörðum í flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna gruns um að hún væri með fíkniefni meðferðis. Sú reyndist raunin og var lögreglunni á Suðurnesjum gert viðvart. Konan var handtekin og reyndist hún vera með nær 50 grömm af kannabisblönduðu tóbaki í tösku sinni.

Konan, sem er búsett erlendis, var á heimleið en hafði misst af vélinni. Hún viðurkenndi vörslu efnanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.