Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekin með 29 skammta af amfetamíni
Þriðjudagur 4. september 2012 kl. 17:03

Tekin með 29 skammta af amfetamíni

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina fimm manns sem voru á leið í Reykjanesbæ með um 30 grömm af amfetamíni meðferðis.

Lögreglumenn stöðvuðu bifreið á Reykjanesbraut sem fólkið, fjórir karlmenn og ein kona, voru í. Einn mannanna henti þá strax frá sér kúlu sem innihélt fíkniefni. Við leit fundust svo tuttugu og átta pakkningar til viðbótar, samtals um þrjátíu grömm, eins og áður sagði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fólkið var fært á lögreglustöð, þar sem það var yfirheyrt og sleppt að því loknu. Grunur leikur á að efnin hafi verið ætluð til sölu í Reykjanesbæ.