Tekin á 153 á Sandgerðisvegi
Á dagvaktinni voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, sá er hraðar ók var mældur á 153 km hraða á Sandgerðisvegi þar sem leyfður hraði er 90 km. Eigandi einnar bifreiðar var boðaður með hana í skoðun þar sem hún hafði ekki verið færð til skoðunnar á réttum tíma. Ökumaður bifreiðar var stöðvaður þar sem hann hafði aldrei öðlast ökuleyfi og annar var kærður fyrir að nota farsíma við aksturinn án handfrjáls búnaðar.
Seinnipart dagsins fékk maður að gista fangageymsluna á lögreglustöðinni í Keflavík sökum ölvunarástands.
Á kvöldvaktinni, fram að miðnætti, voru þrír ökumenn kærðir fyrir umferðarlagabrot. Einn fyrir að tala í farsíma við aksturinn án þess að nota handfrjálsan búnað. Annar fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Mældur hraði 119 km þar sem hámarkshraði er 90 km. og sá þriðji var
kærður fyrir að vera ekki með öryggisbeltið spennt við aksturinn. Einn farþegi var kærður fyrir að vera ekki með öryggisbelti spennt.
Seinnipart dagsins fékk maður að gista fangageymsluna á lögreglustöðinni í Keflavík sökum ölvunarástands.
Á kvöldvaktinni, fram að miðnætti, voru þrír ökumenn kærðir fyrir umferðarlagabrot. Einn fyrir að tala í farsíma við aksturinn án þess að nota handfrjálsan búnað. Annar fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Mældur hraði 119 km þar sem hámarkshraði er 90 km. og sá þriðji var
kærður fyrir að vera ekki með öryggisbeltið spennt við aksturinn. Einn farþegi var kærður fyrir að vera ekki með öryggisbelti spennt.