Tekið verði á tóbaksnotkun á íþróttasvæðum
Frístunda- og menningarfulltrúi Grindavíkurbæjar hefir sent bréf til til forstöðumanns íþróttamannvirkja bæjarins þar sem farið er fram á að tekið verði á tóbaksnotkun starfsmanna íþróttamannvirkja sem og almennri tóbaksnotkun á íþróttasvæði Grindavíkur. Bréfið var tekið fyrir á fundi íþrótta- og æskulýðsnefnd bæjarins nú fyrir helgi. Tók hún heilshugar undir erindi bréfsins og fól forstöðumanni íþróttamannvirkja að framfylgja starfsmannastefnu Grindavíkur sem og lögum um tóbaksvarnir. Með tóbaksnotkun er bæði átt við tóbaksreykingar og aðra tóbaksneyslu, segir í fundargerð nefndarinnar.