Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekið verði á lausagöngu katta
Þriðjudagur 8. september 2009 kl. 09:21

Tekið verði á lausagöngu katta


Heibrigðiseftirlit Suðurnesja hefur sent sveitarstjórnum á Suðurnesjum bréf vegna kattahalds á Suðurnesjum. Í bréfinu er m.a. óskað eftir tillögum frá sveitarfélögum á Suðurnesjum um hvernig leysa megi vandamál sem fylgir villi- og flækingsköttum.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga lýsir þungum áhyggjum af lausagöngu katta og leggur til að Heilbrigðisnefnd taki málið föstum tökum. Meirihluti bæjarráðs telur koma til álita að banna lausagöngu katta á Suðurnesjum og óskar eftir tillögum heilbrigðisnefndar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024