Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Teikningar af verslunar-og þjónustuhúsi samþykktar
Mánudagur 26. september 2005 kl. 17:36

Teikningar af verslunar-og þjónustuhúsi samþykktar

Á fundi Skipulags-og bygginganefndar Garðs nú nýverið lágu fyrir teikningar til samþykktar frá Kaupfélagi Suðurnesja og Sparisjóðnum í Keflavík um byggingu verslunar-og þjónsutuhús við Sunnubraut 4 í Garði og jafnframt er óskað eftir leyfi til að rífa núverandi byggingu við Sunnubraut 4.

Skipulags-og bygginganefnd samþykkti erindið.

Væntanlegt verslunar-og þjónustuhús mun því rísa á lóðinni þar sem Sparisjóðurinn er nú til húsa. Húsið verður hið glæsilegasta og verður tvær hæðir. Á neðri hæðinni er gert ráð fyrir að Sparkaup reki verslun og að Sparisjóðurinn verði þar einnig.

Bæjarstjórn Garðs hefur samþykkt að taka upp samningaviðræður við byggingaaðila um að fá efri hæð hússins til afnota utan skrifstofuaðstöðu. Einnig munu einkafyrirtæki verða með starfsemi á hæðinni.

Gert er ráð fyrir að skrifstofuhúsnæði bæjarins flytjist í hið nýja húsnæði. Um aðra notkun hefur ekki verið tekin ákvörðun, en minnst hefur verið á að þar gæti hugsanlega verið bæjarbókasafn og/eða tónlistarskóli. Ákvörðun liggur ekki fyrir um það nema hvað stefnt er að því að bæjarskrifstofurnar muni flytjast.

Bygging þessi er jákvæður þáttur í uppbyggingu og sókn sveitarfélagsins Garðs. Það verður gífurleg bylting fyrir íbúa að fá nýja og glæsilega verslun. Einnig er orðið nauðsynlegt að Sparisjóðurinn komist í nútímalegra húsnæði og það sam gildir um bæjarskrifstofuna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024