Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 9. febrúar 2000 kl. 15:59

Tegundum fækkað í Ríkinu

Á næstunni verður áfengistegundum í útibúum ÁTVR um allt land fækkað. Ástæðan fyrir þessum niðurskurði eru nýjar innkaupareglur frá ÁTVR, en þar segir að þær tegundir sem lítið hefur selst af í ákveðinn tíma verði ekki pantaðar aftur til viðkomandi útibús. Reglurnar tóku gildi 1. febrúar sl. Eyjólfur Eysteinsson, verslunarstjóri ÁTVR í Keflavík, sagði að þessi niðurskurður þýddi síður en svo skerðingu á þjónustu því verið væri að taka út áfengistegundir sem seldust hvort eð er ekki. „Við erum nú með um 500 vörutegundir í versluninni en vorum með um 560 tegundir. Þær tegundir sem verða fjarlægðar úr hillum verslunarinnar er þær sem seldust innan við tuttugu flöskur á ári. Það svarar því ekki kostnaði að hafa þær áfram til sölu“, sagði Eyjólfur og lagði jafnframt áherslu á að vöruúrvalið í útibúinu í Keflavík væri það sama og í útibúum í Reykjavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024