Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Teflt í öllum sundlaugum Suðurnesja
Víðir Jónsson frá HS Orku, Ragnar Örn Pétursson frá Reykjanesbæ og Siguringi Sigurjónson frá Krakkaskák.
Miðvikudagur 12. desember 2012 kl. 09:42

Teflt í öllum sundlaugum Suðurnesja

HS Orka og Skákfélag Reykjanesbæjar gáfu töfl í allar sex sundlaugarnar á svæðinu á Suðurnesjum og afhentu þau á þriðjudaginn..

HS Orka og Skákfélag Reykjanesbæjar gáfu töfl í allar sex sundlaugarnar á svæðinu á Suðurnesjum og afhentu þau á þriðjudaginn.

„Nú er hægt að tefla skák í heita pottinum í öllum laugunum og er frábær viðbót við það skákstarf sem við erum að reyna að endurvekja hjá Skákfélagi Reykjanesbæjar og gaman að HS Orka sé að hjálpa okkur við það. Það er skemmtilegt jólamót núna á laugardaginn 15. des sem Samsuð og krakkaskák.is halda sameiginlega og við vonum að börnin muni betur eftir því eftir skólasundið sitt og sjái sér fært um að mæta til okkar klukkan 13:00 til 17:00. Það eru góð verðlaun og keppt í mörgum flokkum. Skráning fer fram á fjorheimar.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skák er skemmtileg

Skákfélagið vantar sárlega fleiri félagsmenn og biður alla sem hafa áhuga á skák að heimsækja sig í Framsóknarhúsið á Hafnargötu 62 klukkan 20:00 á mánudaginn 17. desember. Það verður kaffi með léttu spjalli og skák. Það er ekki skilyrði að kunna neitt fyrir sér í tafli. Það er alveg hægt að halda úti skákæfingum einu sinni í viku fyrir allan aldurshóp ef fólk hefur gaman af því að leika sér.  Ég veit að það eru margir að tefla í laumi og eiga að gjöra svo vel að koma út úr skápnum núna og tefla í félaginu sér til skemmtunar.