Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 11. september 2001 kl. 16:04

Taugatirtingur á Keflavíkurflugvelli

Blaðamanni Víkurfrétta og fréttamanni Stöðvar 2 var vísað frá aðalhliði Keflavíkurflugvallar. Vopnaður varnarliðsmaður kom aðvífandi þegar fréttamennirnir komu að aðalhliðinu og vísaði þeim frá. "Þið verðið að fara lengst niðureftir. Hér megið þig ekki vera og mynda", sagði varnarliðsmaðurinn.
Af hverju?
"Þetta er vegna ástandsins í Bandaríkjunum. Vinsamlegast farið að þessum tilmælum".
Svona má lýsa orðaskiptum fréttamanna VF og varnarliðsmannsins. Nú eru hundruð bíla í röð á leið út af Keflavíkurflugvelli en öllum starfsmönnum hefur verið sagt að fara út af vellinum. Einnig er leitað mikið í öllum bílum á leið inn á völlinn og aðeins þeim sem þar eiga heima eða eiga þar brýn erindi hleypt þangað inn. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður staðfesti að áætlun "Charlie" hefði verið komið á sem lýsir sér þannig að engum er hleypt lengur inn á völlinn nema eftir ítarlega leit og ærna ástæðu. Eins eru allir varnarliðsmenn í eftirlitsstörfum vopnaðir sem og íslenskir lögreglumenn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024