Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tap á hvern íbúa var minnst í Reykjanesbæ en mest í Grindavík
Mánudagur 18. október 2010 kl. 09:40

Tap á hvern íbúa var minnst í Reykjanesbæ en mest í Grindavík

Reykjanesbær bjó við skástu rekstrarniðurstöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum árið 2009 hvað varðar rekstur bæði fyrir og eftir fjármagnsliði og óreglulega liði, segir í Árbók sveitarfélaga.Þar er borin er saman staða sveitarfélaga á landinu árið 2009.

Tap fyrir fjármagnsliði og óreglulegar tekjur var hjá öllum sveitarfélögunum árið 2009. Minnsta tapið á íbúa var hjá Reykjanesbæ 84 þúsund kr. en mest í Grindavík, 141 þúsund kr.
Niðurstaða af rekstri, þegar fjármagnsliðir og óreglulegir liðir eru teknir inn, skila Reykjanesbæ, Garði og Vogum afgangi en Sandgerði og Grindavík skiluðu tapi. Mestur var afgangur Reykjanesbæjar, yfir 540 þúsund kr. á íbúa, sem er vegna sölu bæjarins á hlutum í HS Orku, en hin sveitarfélögin á Suðurnesjum höfðu innleyst hagnað af sölunni árið á undan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Eignastaða allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum þykir mjög sterk. Eigið fé (eignir umfram skuldir) er mest á íbúa í Grindavík, (1.923 þúsund kr.) en minnst í Reykjanesbæ (718 þúsund kr.) Eiginfjárhlutfall er hæst í Garðinum (0,74) en lægst í Vogum (0,29).