Tannvernd í stað tannviðgerða
Fyrir skömmu var tannfræðsla í grunnskólanum í Sandgerði. Sex ára bekkirnir ákváðu að vera að því tilefni einungis með vatn- og mjólk og sleppa öllu sem heitir ávaxtasafi.
Í síðustu viku byrjaði vatns- og mjólkurátak í 6 ára bekkjum grunnskólans í Sandgerði. Átakið miðar að því að auka drykkju vatns og mjólkur hjá börnum til að koma í veg fyrir glerungseyðingar.
Margrét S. Þórisdóttir, tannfræðingur sem starfar á vegum Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins heimsótti börnin og fræddi þau um mikilvægi tannverndar. Margrét fer í 1., 3., 5., 7. og 10. bekki grunnskóla á Suðurnesjum og í nágrenni Reykjavíkur og er þar með tannfræðslu. „Markmiðið er að gera börn meðvituð um mikilvægi heilbrigðra lífshátta og taka ábyrgð á því hvað þau borða“, segir Margrét. Þemað í vetur verður að kynni mikilvægi drykkju vatns og mjölkur fyrir tennur og sýna börnum fram á skaðsemi gos- og ávætadrykkja á glerung tanna. Börn sem drekka ávaætasafa eru í mikill hættu hvað varðar gelrungs- og tannbeinsskemmda af völdum sýrunnar í drykkjunum. „Neysla gos- og ávæstadrykkja hefur í för með sér neikvæða munnflóru sem ýtir undir skemmdir í tönnum auk þess sem sýran hefur þau áhrif á glerung tannanna að hún opnar glerunginn og hleypir kalki út. Tönninn þynnist þá niður“, segir Margrét og bætir við að niðurslitnar tennur séu vandamál hjá unglingum í dag. Stefnr er að því að gera tannvernd að markvissari þætti í skólanum og að börn sjái fram á tannvernd í stað tannviðgerða í framtíðinni.
Í síðustu viku byrjaði vatns- og mjólkurátak í 6 ára bekkjum grunnskólans í Sandgerði. Átakið miðar að því að auka drykkju vatns og mjólkur hjá börnum til að koma í veg fyrir glerungseyðingar.
Margrét S. Þórisdóttir, tannfræðingur sem starfar á vegum Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins heimsótti börnin og fræddi þau um mikilvægi tannverndar. Margrét fer í 1., 3., 5., 7. og 10. bekki grunnskóla á Suðurnesjum og í nágrenni Reykjavíkur og er þar með tannfræðslu. „Markmiðið er að gera börn meðvituð um mikilvægi heilbrigðra lífshátta og taka ábyrgð á því hvað þau borða“, segir Margrét. Þemað í vetur verður að kynni mikilvægi drykkju vatns og mjölkur fyrir tennur og sýna börnum fram á skaðsemi gos- og ávætadrykkja á glerung tanna. Börn sem drekka ávaætasafa eru í mikill hættu hvað varðar gelrungs- og tannbeinsskemmda af völdum sýrunnar í drykkjunum. „Neysla gos- og ávæstadrykkja hefur í för með sér neikvæða munnflóru sem ýtir undir skemmdir í tönnum auk þess sem sýran hefur þau áhrif á glerung tannanna að hún opnar glerunginn og hleypir kalki út. Tönninn þynnist þá niður“, segir Margrét og bætir við að niðurslitnar tennur séu vandamál hjá unglingum í dag. Stefnr er að því að gera tannvernd að markvissari þætti í skólanum og að börn sjái fram á tannvernd í stað tannviðgerða í framtíðinni.