Tannlæknar auglýsi gjaldskrá
 Tannlæknum verður gert skylt að auglýsa gjaldskrá sína árlega, ef frumvarp þingmanna Samfylkingar, Framsóknarflokks, Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins, nær fram að ganga. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í gær. Fyrsti flutningsmaður þess er Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Morgunblaðið greindir frá þessu.
Tannlæknum verður gert skylt að auglýsa gjaldskrá sína árlega, ef frumvarp þingmanna Samfylkingar, Framsóknarflokks, Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins, nær fram að ganga. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í gær. Fyrsti flutningsmaður þess er Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Morgunblaðið greindir frá þessu.Í frumvarpinu er gerð tillaga um að tannlæknum verði skylt að auglýsa gjaldskrá sína árlega, eins og áður sagði, sem og þegar gerðar eru breytingar á henni. Einnig er gerð tillaga um að gjaldskrá tannlækna skuli vera sýnileg.
Flutningsmenn segja í greinargerð að það sé mikilvægt að þeir sem hyggist leita sér tannlæknaþjónustu geti haft greiðan aðgang að gjaldskrám einstakra tannlækna. Lagt er til í frumvarpinu að ráðherra ákveði, með reglugerð, hvar birta beri auglýsingar um gjaldskrár. Skv. núgildandi lögum er starfandi tannlæknum bannað að auglýsa starfsemi sína sem og gjaldskrár.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				