Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tankurinn á leiðinni til Helguvíkur
Fimmtudagur 2. október 2008 kl. 21:25

Tankurinn á leiðinni til Helguvíkur



Sjö, níu, þrettán… er eitthvað sem starfsmenn Hamars og frá ET bílum höfðu ofarlega í huga þegar þeir lögðu upp frá Grindavík undir kvöld með 90 tonna þungan mjöltank á 60 hjóla dráttarvagni. Tankurinn er um 12 metra hár þar sem hann liggur á hliðinni og 27 metra langur. Það væri því í raun hægt að stinga Garðskagavita inn í tankinn, svo stór er hann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Tankurinn stóri er dreginn á hraða snigilsins, eða þar um bil, eftir Grindavíkurvegi. Ekið verður meðfram Seltjörn og að námunum í Stapafelli. Þaðan verður haldið út á Hafnaveg og sem leið liggur á Reykjanesbrautina og áleiðis út í Helguvík. Búast má við að flutningurinn standi fram á nótt, enda fara menn ekki hratt yfir í fljúgandi hálkunni sem nú er á Suðurnesjum eftir þykka snjókomu frá því snemma í kvöld. Þá eru menn enn minnugir þess að þessi sami tankur rúllaði af dráttarvagninum eftir nokkur hundruð metra ferðalag fyrir rúmri viku síðan.



Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson