Tankur valt við Mánatorg, ökumaður slapp ómeiddur
 Vatnstankur frá Nesprýði hf. valt á hliðina út af veginum er dráttarvél sem dró hann ók inn í Mánatorg, sem er hringtorgið neðan við hesthúsabyggðina.
Vatnstankur frá Nesprýði hf. valt á hliðina út af veginum er dráttarvél sem dró hann ók inn í Mánatorg, sem er hringtorgið neðan við hesthúsabyggðina.Dráttarvélin sjálf hélst naumlega inni á veginum og mátti ekki miklu muna að illa færi fyrir ökumanni sem slapp án meiðsla.
Þegar ljósmyndara Víkurfrétta bar að garði voru menn frá Nesprýði komnir á vettvang slyssins með stóra gröfu og vörubíl og voru að dæla vatninu úr tankinum áður en að hann yrði fjarlægður.
VF-mynd/Þorgils Jónsson


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				