Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 10. janúar 2002 kl. 18:30

Tankar fjarlægðir og Nikkelsvæðið loksins hreinsað

Verið er að hreinsa hið svokallaða Nikkel svæði fyrir ofan Njarðvík í Reykjanesbæ. Stórvirkar vinnuvélar fjarlægja jarðveg og risastórir tankar hafa verið teknir í sundur. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði það vera gleðiefni fyrir íbúa bæjarins að framkvæmdir væru loks farnar í gang við hreinsunina, enda hefur verið beðið eftir því lengi. Hann segir þetta vera mikið þarfaþing, sérstaklega umhverfislega séð, Nikkelsvæðið sé mikil sjónmengun fyrir íbúa svæðisins og það sé kominn tími til að hreinsa þær mannvirkjaleyfar sem séu á svæðinu og þann mengaða jarðveg sem sé þarna. Nikkelsvæðið tilheyrir varnarsvæði bandaríska hersins og til stendur að herinn skili landinu aftur til íslenska ríkisins. Ellert segir ennfremur að Reykjanesbær hafi farið fram á það við Varnamálaskrifstofuna að fá landið til ráðstöfunar og nota það sem byggingaland en ekki er vitað á þessari stundu hversu mikið af landinu er hælgt að nota undir íbúðabyggð. Búið er að vinna að því mjög lengi að fá þetta svæði hreinsað og erfitt að sjá fyrir hvenær því verður lokið, en Gunnar Gunnarsson , hjá Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, segist vona að þeir fái svæðið afhent á vormánuðum. Gunnar segir að Varnamálaskrifstofan hafi fundað með forráðamönnum Reykjanesbæjar og þau fundahöld komi til með að halda eitthvað áfram áður en samkomulag náist.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024