Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mánudagur 25. febrúar 2002 kl. 16:58

Tanhatu Marimba sló í gegn á Suðurnesjum

Tanhatu Marimba hélt tónleika á nokkrum stöðum á Suðurnesjum, m.a. í öllum grunnskólum í Reykjanesbæ og í Grindavík í síðustu viku. Sveitin sem er skipuð ungum stúlkum, þar á meðal einni íslenskri, átti hug og hjörtu fjölmargra bæjarbúa sem fjölmenntu á tónleika í safnaðarheimilinu í Keflavíkurkirkju og víðar.SAGAN Á BAKVIÐ TANHATU MARIMBA
Í janúar 1998 barst Menningarskólanum í Freðrikstað í Noregi tilboð frá NORAD/
Rikskonsetene um að flytja lifandi tónlist frá Zimbabwe og kynna verkefnið á
alþjóðlegri ráðstefnu tónlistarkennara sem halda átti í Suður Afríku í júlí
sama ár og átti fjöldi barna að vera 6 frá hvorri þjóð. Í Noregi voru valdar
þessar 6 stúlkur sem mynda hljómsveitina Tanhatu Marimba. Þær æfðu saman
tónlist í Noregi og heimsóttu síðan Zimbabwe fyrir áður nefnda ráðstefnu og
æfðu með börnunum í Zimbabwe. Ein íslensk stúlka, Jóhanna Herjólfsdóttir sem er búsett í Noregi er í sveitinni en hún hefur verið búsett þarna frá eins árs aldri. Herjólfur Jóhannsson, faðir hennar var með hljómsveitinni en hann smíðar öll hljóðfæri hljómsveitarinnar.
Stúlkurnar 6, sem eru meðlimir í Tanhatu Marimba, hafa fengið ómetanlega
reynslu og hafa þær starfað áfram sem hljómsveit og sækja tónlistarmenntun
sína til Menningarskólans í Freðrikstað. Þær hafa staðið fyrir fjölda
tónleika, og næsta verkefni þeirra eftir Íslandsferðina eru tónleikar í Oslo
konserthus. Meðfylgjandi myndir voru teknar á tónleikunum í safnaðarheimilinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024