Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tangófélag Reykjaness stofnað
Þriðjudagur 8. febrúar 2005 kl. 13:14

Tangófélag Reykjaness stofnað

Tangófélag Reykjaness var stofnað í Reykjanesbæ síðast liðinn sunnudag. Rúmlega þrjátíu manns úr Reykjanesbæ og nágranna sveitarfélögum sátu stofnfundinn og mikill hugur var í fólki.  

Markmið félagsins er fyrst og fremst að kynna, efla og útbreiða argentískan tangódans og aðra suðræna menningu í Reykjanesbæ og nágrenni.  Félagið verður  samstarfsvettvangur áhugamanna og geta allir áhugasamir um argentískan tangó orðið félagar í Tangófélagi Reykjaness.
 Stefnt er að því að félagið haldi a.m.k. þrjá dansleiki á hverju starfsári og einnig mun félagið hafa milligöngu um námskeiðahald og dansæfingar.  Félagið mun leita eftir samstarfi við önnur félög sem starfa með sama markmiði.

Stjórn félagsins skipa Hjörtur Zakaríasson, Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, Sigurður Óli Hilmarsson og Þorbjörg Garðarsdóttir.  Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið [email protected] eða hringja í síma 864-6794.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024