Þriðjudagur 14. mars 2006 kl. 09:22
Talsvert um óskoðaða bíla
Síðasta sólarhringinn hefur lögreglan í Keflavík boðað 12 bíleigendur með bifreiðar sínar til skoðunar vegna vanrækslu á að færa þær til aðalskoðunar og endurskoðunar á réttum tíma. Fá bíleigendur sjö daga frest til að afgreiða þessi mál, ella verður klippt af bílunum.