Talsvert um hraðakstur á Suðurnesjum
Lögreglan í Keflavík hefur haft í nógu að snúast í því að hafa hendur í hári þeirra sem aka alltof hratt í umdæmi lögreglunnar. Dagbókin ber þess vel merki að fólk ekur full geyst. Meðfylgjandi eru dagbókarbrot lögreglunnar í Keflavík fyrir síðustu viku:Þriðjudagurinn 5. ágúst 2003.
Á næturvaktinni var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Mældur hraði var 113 km þar sem hámarkshraði er 90 km.
Á dagvaktinni voru tveir ökumenn kærðir fyrir að hafa ekki öryggisbelin spennt.
Einn ökumaður var kærður fyrir að sinna ekki stöðvunarskyldu.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur einn á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut. Mældur hraði var 116 km/klst hraði og 110 km/klst.
Einn eigandi bifreiðar var kærður fyriri að hafa ekki farið með bifreiðina til skoðunar á tilsettum tíma.
Að öðru leyti var rólegt á dagvaktinni.
Kl. 19:58 kom vegfarandi á lögreglustöð með tvo þrífætur undan kvikmyndatökuvél sem hann kvaðst hafa fundið í vegarkantum á Njarðarbraut í Njarðvík á Fitjum.
Kl. 22:04 var tilkynnt um umferðarslys á Njarðarbraut við Seylubraut í Njarðvík. Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni, hafði misst stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún lenti utan vegar. Ökumaðurinn var meðvitundarlaus þegar að var komið og var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun til aðhlynningar. Hann komst fljótt til meðvitundar. Eftir skoðun á HSS var hann fluttur á Landsspítlann í Fossvogi til frekari skoðunar. Hann fékk að fara heim að skoðun lokinni. Varðandi tildrög óhappsins þá er það til rannsóknar. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.
Miðvikudagurinn 6. ágúst 2003.
Á næturvaktinni voru tveir ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Mældur hraði var 111 km og 116 km þar sem hámarkshraði er 90 km.
Kl. 08:54 var lögregla og sjúkrabíll sent að íbúðarhúsi í Keflavík en þar hafði iðnaðarmaður rekið dúkahnífsblað í handlegg sinn og skorið í sundur slagæð. Gert var að sárum mannsins á sjúkrahúsinu í Keflavík.
Kl. 09:05 var ökumaður kærður fyrir að aka á 120 km hraða á Strandarheiði á Reykjanesbraut en þar er leyfilegur hámarkshraði 90 km.
Kl. 11:46 var ökumaður kærður fyrir að aka á 113 km hraða á Grindavíkurvegi norðan Gíghæðar en þar er leyfilegur hámarkshraði 90 km.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur.
Á næturvaktinni var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Mældur hraði var 113 km þar sem hámarkshraði er 90 km.
Á dagvaktinni voru tveir ökumenn kærðir fyrir að hafa ekki öryggisbelin spennt.
Einn ökumaður var kærður fyrir að sinna ekki stöðvunarskyldu.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur einn á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut. Mældur hraði var 116 km/klst hraði og 110 km/klst.
Einn eigandi bifreiðar var kærður fyriri að hafa ekki farið með bifreiðina til skoðunar á tilsettum tíma.
Að öðru leyti var rólegt á dagvaktinni.
Kl. 19:58 kom vegfarandi á lögreglustöð með tvo þrífætur undan kvikmyndatökuvél sem hann kvaðst hafa fundið í vegarkantum á Njarðarbraut í Njarðvík á Fitjum.
Kl. 22:04 var tilkynnt um umferðarslys á Njarðarbraut við Seylubraut í Njarðvík. Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni, hafði misst stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún lenti utan vegar. Ökumaðurinn var meðvitundarlaus þegar að var komið og var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun til aðhlynningar. Hann komst fljótt til meðvitundar. Eftir skoðun á HSS var hann fluttur á Landsspítlann í Fossvogi til frekari skoðunar. Hann fékk að fara heim að skoðun lokinni. Varðandi tildrög óhappsins þá er það til rannsóknar. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.
Miðvikudagurinn 6. ágúst 2003.
Á næturvaktinni voru tveir ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Mældur hraði var 111 km og 116 km þar sem hámarkshraði er 90 km.
Kl. 08:54 var lögregla og sjúkrabíll sent að íbúðarhúsi í Keflavík en þar hafði iðnaðarmaður rekið dúkahnífsblað í handlegg sinn og skorið í sundur slagæð. Gert var að sárum mannsins á sjúkrahúsinu í Keflavík.
Kl. 09:05 var ökumaður kærður fyrir að aka á 120 km hraða á Strandarheiði á Reykjanesbraut en þar er leyfilegur hámarkshraði 90 km.
Kl. 11:46 var ökumaður kærður fyrir að aka á 113 km hraða á Grindavíkurvegi norðan Gíghæðar en þar er leyfilegur hámarkshraði 90 km.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur.