Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Talsvert um hraðakstur
Föstudagur 10. mars 2006 kl. 09:27

Talsvert um hraðakstur

Lögreglan í Keflavík stöðvaði í gær þrjá ökumenn á Reykjanesbraut vegna hraðaksturs. Sá sem hraðast ók var á 130 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Þá var einn ökumaður tekinn fyrir sömu sakir á Njarðarbraut en hann mældist á 87 km. hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km. Nokkuð hefur borið á hraðakstri upp á síðkastið. Virðist þar vera á ferð sama gamla sagan að þegar veðrið er gott hafa menn tilhneigingu til að stíga fastar á bensíngjöfina.

 

Þá boðaði lögreglan sjö ökutæki til skoðunar þar sem umráðamenn þeirra höfðu ekki sinnt því á tilsettum tíma. Einn ökumaður var tekin grunaður um ölvun undir stýri og þá voru höfð afskipti af einum ökumanni vegna gruns um fíkniefnamisferli. Fannst í fórum hans smáræði af tóbaksblönduðu hassi. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024