Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Talsvert tjón við Ægisgötu
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 14. febrúar 2020 kl. 15:49

Talsvert tjón við Ægisgötu

Talsvert tjón varð við Ægisgötu í Keflavík í veðurhamnum í morgun. Grjót úr sjóvarnagarði hefur kastast marga metra á land þegar þungur sjórinn braut á varnargarðinum.

Stórt lón hefur einnig myndast milli Ægisgötu og Hafnargötu. Lónið er á svæði sem er landfylling sem var gerð um síðustu aldamót. Þá var ráðist í miklar framkvæmdir á svæðinu með landfyllingu neðan við Hafnargötu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Hilmar Bragi tók á vettvangi í morgun og í dag hefur mikið gengið á og stórir grjóthnullungar hafa jafnvel farið tugi metra í mestu látunum.

Ægisgötu var lokað í morgun þar sem sjórinn gekk yfir götuna. Þegar birti af degi og veður fór að róast komu skemmdirnar í ljós.

Það hefur mikið gengið á við Ægisgötu í morgun.

Hér má sjá yfir Bakkalág, hátíðarsvæði Ljósanætur. Stórgrýtið hefur kastast langt upp á tún.

Stórt sjávarlón hefrur myndast við bakhlið Hafnargötu. Ætla má að sjór hafi flætt inn í byggingar á myndinni.

Lónið er tugir sentimetra að dýpt.