Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Talsvert tjón á bílaplaninu við Hópið
Þriðjudagur 12. febrúar 2013 kl. 16:36

Talsvert tjón á bílaplaninu við Hópið

Talsvert tjón varð á bílaplani fyrir framan fjölnota íþróttahúsið Hópið í Grindavík um helgina. Svo virðist sem..

Talsvert tjón varð á bílaplani fyrir framan fjölnota íþróttahúsið Hópið í Grindavík um helgina. Svo virðist sem að einhver hafi spólað og spænt upp bílaplanið með bíl um helgina. Talið er að tjónið hlaupi á nokkur hundruð þúsundum króna.


Óskað er eftir vitnum á heimasíðu Grindavíkurbæjar í dag og skulu ábendingar sendar á [email protected] eða í síma 420 1100. Þeir sem kunna að hafa upplýsingar eru hvattir til að hafa samband.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024