Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Talsvert neistaflug úr strompi í Njarðvík í kvöld
Eins og sjá má var talsvert neistaflug upp um strompinn á húsinu. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 16. janúar 2023 kl. 23:21

Talsvert neistaflug úr strompi í Njarðvík í kvöld

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út í kvöld þar sem arineldur virtist vera að fara úr böndunum í húsi í Njarðvík á níunda tímanum í kvöld. Þegar slökkvilið og lögregla komu á vettvang mátti sjá talsvert neistaflug upp úr strompi hússins.

Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort tjón hafi hlotist af en neistaflugið var talsvert þegar ljósmyndari vf.is smellti af þessum myndum en þá var slökkviliðið að hefja vinnu á vettvangi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögregla, slökkvilið og sjúkrabíll kominn á vettvang í kvöld.