Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Talsvert að gera á hafnarsvæðinu í Grindavík í óveðrinu í fyrrinótt
Mánudagur 6. nóvember 2006 kl. 09:47

Talsvert að gera á hafnarsvæðinu í Grindavík í óveðrinu í fyrrinótt

Ekki urðu miklar skemmdir á hafnarsvæðinu í Grindavík í óveðrinu í fyrrinótt, en það má þakka vöskum björgunarsveitarmönnum sem voru á vakt og gátu látið vita strax og Rán slitnaði upp og rak uppí fjöru. Vel gekk að ná bátnum út aftur með hafnsögubátnum Villa og er báturinn líklega ekki skemmdur eftir volkið.?

Flotgarður sem notaður hefur verið til að hlífa vestustu flotbryggjunni fyrir vestanáttum gaf sig og er sennilega ónýtur og þurfti að færa einn bát frá honum, til að forða honum frá skemmdum.

Auk þess sem að framan er getið þurftu björgunarsveitarmennirnir að hafa afskipti af 2-3 bátum sem losnuðu frá bryggju og var þeim kippt snarlega að aftur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024