Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Talsverður viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna flugvélar
Laugardagur 19. júlí 2008 kl. 00:18

Talsverður viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna flugvélar




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Talsverður viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli við sólsetur í kvöld. Allt tiltækt lið Slökkviliðs Keflavíkurflugvallar var sett í viðbragðsstöðu og mátti sjá slökkviliðsbíla brunandi eftir flughlöðum með forgangsljós og heyra í sírenum lögreglubíla.

Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum var viðbúnaður vegna lítillar einkaflugvélar. Allt fór þó vel og viðbúnaðurinn fljótlega afturkallaður. Nánari upplýsingar um atvikið var ekki að hafa þegar blaðamaður var í sambandi við lögreglu skömmu fyrir miðnætti.

Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi, af annars vegar slökkviliðsbíl á leið í útkallið og hins vegar af lögreglubíl sem brunaði með sírenu um flughlaðið á svökölluðu austursvæði við Keflavíkurflugvöll, þar sem Varnarliðið var áður með sína aðstöðu.



Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson