Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Talsverður erill hjá lögreglu
Sunnudagur 2. júní 2002 kl. 12:14

Talsverður erill hjá lögreglu

Lögreglan í Keflavík hafði í nógu að snúast í nótt eftir klukkan fjögur. Lögreglan þurfti að haf afskipti af heimilisófriði í Reykjanesbæ. Þá var tilkynnt um slagsmál fyrir utan skemmtistað í nótt, en mikil ölvun var í bæjarfélaginu vegna skemmtana. Lögreglan stöðvaði einnig mann grunaðan um ölvun við akstur ásamt því að sinna umferðaróhappi sem var lítilsháttar. Að sögn Skúla Jónssonar, varðstjóra, var talsverður erill og höfðu lögreglumenn á vakt næg verkefni á milli handanna í alla nótt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024