Talsverður eldur í Fithostel
Lögregla og Brunavarnir Suðurnesja voru kölluð út á tólfta tímanum í dag vegna elds í Fithostel í Reykjanesbæ. Talsverður eldur var þegar slökkvilið kom á staðinn og stóð eldur út um glugga á einu herbergi.
Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og telja má að betur hafi farið en á horfðist í fyrstu. Að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar, varaslökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja, eru talsverðar skemmdir á efri hæð hússins.
Eldurinn kom upp í herbergi en eldsupptök eru ókunn. Reykkafarar fóru inn í húsið til að ganga í skugga um að enginn væri eftir inni logandi húsinu. Enginn hefur verið fluttur á sjúkrahús en íbúar Fithostel voru fljótir að forða sér út úr logandi húsinu. Lögreglan flutti einn einstakling til aðhlynningar fljótlega eftir að hún kom á staðinn.
Eins og sjá má þá urðu talsverðar skemmdir á Fithostel í dag.
Íbúar á Fithostel þurfu að rýma bygginguna vegna eldsins. Hér eru einnig lögreglumenn, slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn á vettvangi í dag.