Talsverðar breytingar á stjórnkerfi Reykjanesbæjar
Reykjanesbær hefur gert opinbert hvaða breytingar verða gerðar á stjórnkerfi Reykjanesbæjar á næstu vikum. Helstu breytingar eru að ráðinn verður starfsþróunarstjóri (starfmannastjóri) sem taki við starfsmannastjórn af bæjarritara. Einnig verður ráðinn fjárhagsáætlunarfulltrúi sem fellur undir fjármálastjóra. Bæjarráð yfirtekur verkefni Framkvæmda og tækniráðs. Menningar- og safnahluti MOA verður settur undir tómstunda og íþróttaráð verður Menningar- íþrótta- og tómstundaráð.Þá mun atvinnuhluti MOA og starfsemi Hafnarinnar verða sameinuð undir einu sviði Atvinnu og hafnasviði. Markaðs og atvinnuráð verður sameinað hafnarstjórn. Menningar- og safnaráð sameinað Tómstunda- og íþróttaráði. Framkvæmda- og tækniráð lagt niður. Þrettán nefndarstörf falla niður, búin til 2 ný stöðugildi og 3 stöðugildi verða lögð niður.
Markiðið er að auka skilvirkni og hagræði í kerfinu en samkvæmt gögnum er lágmarks fjárhagslegur ávinningur 20 miljónir króna á kjörtímabilinu.
Reiknað með að breytingin taki gildi 1. desember nk.
Markiðið er að auka skilvirkni og hagræði í kerfinu en samkvæmt gögnum er lágmarks fjárhagslegur ávinningur 20 miljónir króna á kjörtímabilinu.
Reiknað með að breytingin taki gildi 1. desember nk.