Talsverð úrkoma fram eftir degi
Verðurspá fyrir Faxaflóasvæðið gerir ráð suðaustanátt 13-20 m/s, en 8-13 síðdegis. Rigning eða skúrir, talsverð úrkoma fram eftir degi. Hiti 8 til 13 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Suðaustan 13-18 m/s, en 8-13 síðdegis. Rigning eða skúrir og talsverð úrkoma fram eftir degi. Hiti um 10 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag:
Austan og suðaustan 8-13 m/s og rigning, einkum á sunnanverðu landinu. Hægari síðdegis og rigning SA-lands, annars úrkomulítið. Hiti 8 til 14 stig.
Á föstudag:
Stíf austanátt og víða rigning, en úrkomulítið N-lands. Hiti breytist lítið.
Á laugardag og sunnudag:
Austlæg átt og áfram milt veður. Rigning með köflum, einkum á suðaustanverðu landinu.
Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir svipað veður áfram.