Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Talsverð rigning í kvöld
Fimmtudagur 29. september 2005 kl. 09:25

Talsverð rigning í kvöld

Klukkan 6 var norðlæg átt, víða 8-13 m/s, en hvassari á annesjum austan til. Skýjað var á norðanverðu landinu og víða él, en léttskýjað syðra. Kaldast var 2 stiga frost á Brú á Jökuldal, en hlýjast 4 stiga hiti í Seley.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:

Norðaustan og síðar austan 5-10 m/s bjart, en 10-15 og skýjað síðdegis. Austan 18-25 og talsverð rigning í kvöld, en norðlægari í nótt. Hlýnar í veðri og hiti 2 til 6 stig síðdegis.

Kortið er tekið af vef Veðurstofunnar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024