Talsverð rigning í dag og næstu daga
Veðurspá fyrir Faxaflóa: Suðaustan 8-13 og síðar 10-15 m/s. Talsverð rigning þegar kemur fram á daginn. Snýst í heldur hægari norðan og norðvestanátt síðdegis og dregur úr úrkomu í kvöld. Suðvestan 8-13 og skúrir á morgun. Hiti 11 til 16 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Vestan og norðvestan 8-13 m/s og rigning eða skúrir, einkum framan deginum, en þurrt að mestu og léttir heldur til suðaustan og austanlands. Hiti 8 til 11 stig norðantil, en annars 12 til 17 að deginum, hlýjast austanlands.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Suðlæg átt og skýjað og dálítil rigning eða súld um landið sunnan- og vestanvert, en léttskýjað eða bjart veður norðaustan og austanlands. Hiti þar allt að 15 til 20 stig, en 9 til 14 stig vestantil.
Á föstudag og laugardag:
Austlæg átt og fremur hlýtt í veðri, einkum norðanlands. Rigning öðru hverju sunnan- og vestanlands, einkum á SA-landi, en bjart með köflum norðaustanlands.
Á sunnudag:
Áfram hlýindi á landinu, einkum norðan og norðvestantil. Skúrir sunnan -og suðvestanlands, en annars léttskýjað.
Meira á vedur.is