Talsverð rigning eða slydda síðdegis
Stíf suðvestanátt og él, en þurrt NA- og A-lands. Hiti nálægt frostmarki. Suðlægari og rigning eða slydda síðdegis og í kvöld, einkum S- og V-lands. Hlýnandi í bili. Vestlæg átt og él á morgun, 18-23 m/s í fyrstu á SA- og A-landi, annars 8-15. Hiti nálægt frostmarki.
Faxaflói
Suðlæg átt, 8-15 m/s og él, en talsverð rigning eða slydda síðdegis. Vestan 8-13 og él á morgun. Hiti 0 til 7 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 8-15 m/s og él. Hiti nálægt frostmarki. Suðlægari og rigning eða slydda síðdegis. Hiti 1 til 5 stig. Vestan 8-13 og él á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Suðvestan 10-15 og rigning eða slydda, þó síst A-lands. Hiti 0 til 7 stig. Úrkomulítið og kólnar undir kvöld.
Á föstudag:
Vestanátt, yfirleitt 5-13 og él, en þurrt að kalla SA- og A-lands. Kólnandi í bili.
Á laugardag og sunnudag:
Suðlæg átt, úrkomusamt og fremur milt.
Á mánudag:
Útlit fyrir suðvestanátt og él.