Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Talsverð eða mikil snjókoma í kortunum
Föstudagur 30. desember 2022 kl. 17:25

Talsverð eða mikil snjókoma í kortunum

Gefnar hafa verið út gular viðvaranir fyrir Faxaflóa og appelsínugul viðvörun sem gildir í Grindavík.

Gul viðvörun fyrir Faxaflóa: Austan hvassviðri eða hríð

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sú fyrri gildir frá kl. 02 til 12 á hádegi á gamlársdag, 31. desember: Austan 13-18 m/s og snjókoma. Búast má við skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, jafnvel ófærð. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Gul viðvörun fyrir Faxaflóa: Vestan hvassviðri eða hríð

Seinni viðvörunin gildir frá kl. 23:00 á gamlárskvöld og til hádegis á nýársdag fyrir Faxaflóa: Vestan 13-18 m/s með éljagangi. Búast má við takmörkuðu eða lélegu skyggni í skafrenningi, versnandi akstursskilyrðum og samgöngutruflunum, einkum í efribyggðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Appelsínugul viðvörun: Austan hvassviðri og talsverð eða mikil snjókoma

Gefin hefur verið út appelsínugul viðvörun fyrir Suðurland sem gildir 31 des. kl. 07:00 – 15:00. Athugið að Grindavík fellur undir þessa viðvörun: Austan 13-20 m/s og talsverð eða mikil snjókoma fyrst á Reykjanesi en síðan við Suðurströndina og undir Eyjafjöllum fyrir hádegi. Hvassast við ströndina og til fjalla. Búast má við skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og ófærð. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám og upplýsingum um færð.

Veðurhorfur

Í athugasemd veðurfræðings kl. 15:20 þann 30. desember segir:
Á gamlársdagsdag er útlit fyrir allhvassa suðaustanátt sunnan- og vestantil á landinu með snjókomu og skafrenningi, sjá viðvaranir.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 30.12.2022 15:20

Horfur næsta sólarhring:
Norðlæg átt, víða 10-15 m/s suðaustan- og austanlands en 3-10 annars staðar. Él um landið norðanvert, en þurrt og bjart syðra. Frost 5 til 20 stig. Vaxandi suðaustanátt vestast í kvöld.

Austlæg eða breytileg átt 5-13 m/s á morgun, en suðaustan 13-20 vestantil fram eftir morgni. Víða él en talsverð eða mikil snjókoma um tíma við suðurströndina. Dregur úr frosti.

Faxaflói

Austlæg átt 3-8, bjart veður og frost 8 til 18 stig. Vaxandi suðaustanátt í nótt, 10-18 með snjókomu í fyrramálið. Snýst í suðvestan 5-13 með éljum um hádegi en hvessir aftur annað kvöld. Frost 4 til 12 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðaustan og austan 3-8 m/s og bjartviðri, frost 10 til 20 stig. Vaxandi suðaustanátt í nótt, 10-15 og snjókoma undir morgun. Hægari og él nálægt hádegi, frost 2 til 6 stig seinnipartinn.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag (nýársdagur):
Snýst í suðvestan 8-15 m/s með éljum eða skafrenningi, en léttir til á Norðaustur- og Austurlandi. Frost 5 til 12 stig. Bætir heldur í vind austantil síðdegis.

Á mánudag:
Sunnan 8-15 og snjókoma með köflum, en slydda eða rigning sunnanlands síðdegis. Úrkomulítið á norðaustanverðu landinu fram á kvöld. Hlýnandi veður.

Á þriðjudag:
Vestlæg eða breytileg átt 3-10 og dálítil él vestantil, en slydda eða snjókoma í fyrstu á Austurlandi. Kólnandi, frost 0 til 10 stig seinnipartinn.

Á miðvikudag:
Norðanátt, skýjað og dálítil él norðanlands en snjókoma fyrir austan. Frost 0 til 10 stig.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir vestlæga átt með dálitlum éljum á víð og dreif. Vaxandi suðaustanátt suðvestantil um kvöldið. Áfram kalt í veðri.