Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Talningu atkvæða frestað til kl. 14 á morgun
Sunnudagur 5. nóvember 2006 kl. 20:48

Talningu atkvæða frestað til kl. 14 á morgun

Yfirkjörstjórn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi ákvað á fundi núna síðdegis að fresta talningu atkvæða í prófkjörinu sem haldið var í gær. Vegna veðurs reyndist ekki unnt að koma kjörgögnum frá Vestmannaeyjum til lands en talningin átti að fara fram á Selfossi. Er reiknað með að fyrstu tölur verði birtar um kl. 18 á morgun, mánudag.
Alls kusu 5.146 og var kjörsókn framar vonum þrátt fyrir að veður væri ekki með besta móti.

Mynd: Þetta fólk bíður örugglega spennt eftir því hvað morgundagurinn muni bera í skauti sér. VF-mynd: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024