Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 10. maí 2003 kl. 20:06

Talning í Suðurkjördæmi er hafin

Fyrstu 5 kjörkassarnir með atkvæðum til talningar úr Suðurkjördæmi komu í hús á Hótel Selfoss um klukkan 18:00 í dag. Þá hafði talningarfólk komið sér fyrir og beið þess að taka til hendinni. Eftir að kassarnir höfðu verið skráðir inn til talningar og síðan opnaðir og atkvæðaseðlum dreift á talningaborð var talningasvæðinu lokað fram til 22:00 að fyrstu tölur birtast. Af fyrstu kössunum voru þrír frá Selfossi, einn frá Stokkseyri og annar frá Eyrarbakka. Teknir verða tólf fyrstu kassarnir til talningar fyrir fyrstu tölur en samtals eru kjörkassarnir 39 í kjördæminu.

Kjörsókn í Suðurkjördæmi var 56,5% klukkan 18, en var 56,9% fyrir kosningarnar 1999. Að sögn Karls Gauta Hjaltasonar, formanns yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi má búast við fyrstu tölum klukkan 22:30.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024