Talinn hafa rænt fjögur apótek
- Handtekinn eftir vopnað rán í Apóteki Suðurnesja
Annar þeirra sem handtekinn var fyrir vopnað rán í Apóteki Suðurnesja í vikunni er grunaður um þrjú önnur rán í apótekum að undanförnu. Á mbl.is er greint frá því að ránin hafi átt sér stað í fjórum mismunandi bæjarfélögum. Fyrsta ránið var framið 26. september í Kópavogi, annað í Suðurveri í Reykjavík þann 5. nóvember og það þriðja 9. nóvember í Apóteki Ólafsvíkur. Á þriðjudagskvöld var hann svo handtekinn eftir vopnað rán í Apóteki Suðurnesja við Hringbraut í Reykjanesbæ.