Atnorth
Atnorth

Fréttir

Taldi þjófinn vera sorphirðumann
Mánudagur 26. nóvember 2012 kl. 12:25

Taldi þjófinn vera sorphirðumann

Nokkuð hefur verið um innbrot og þjófnaði í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum að undanförnu. Nýverið rumskaði húsráðandi í Keflavík við einhvern umgang og taldi það vera sorphirðumenn að sækja öskutunnuna. Svo var ekki, því óboðinn gestur hafði spennt upp lausafag á eldhúsglugga og komist með þeim hætti inn í húsið. Hann stal meðal annars silfurhnífapörum úr rekka í stofu og fartölvu úr skrifstofu við hlið svefnherbergisins.

Á öðrum stað var stolið dekkjum og felgum undan bifreið sem stóð fyrir utan verkstæði í Keflavík. Loks var tilkynnt um þjófnað á verkfærum úr húsnæði í Sandgerði. Þaðan hurfu borvél og stingsög.

Bílakjarninn
Bílakjarninn